Fréttatilkynning

   

Fréttatilkynning frá Ingling ehf. 

Efni: Innköllun á Kraft og Fadogia Agrestis ((e. Vangueria agrestis (Schweinf. ex Hiern)

Fyrirtækið Ingling ehf., Brúarfljót 2, 270 Mosfellsbæ, hefur innkallað vörunar Kraftur – Test  Booster og Fadogia Agrestis í samráði við Heilbrigðiseftirlit Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs,  Mosfellsbæjar og Seltjarnarnes. Ástæða innköllunar er eftirfarandi:  Þann 25. júní 2025 var Fadogia agrestis sett á lista Evrópusambandsins yfir svokallað „nýfæði“. Það þýðir að frá þeim degi er ekki lengur heimilt að selja vörur sem innihalda hráefnið án sérstakrar markaðsleyfis. (e. Vangueria agrestis (Schweinf. ex Hiern) Lantz (syn. Fadogia agrestis) - 10:1 herb extract is considered as a novel food because there is insufficient evidence of significant consumption as a food in the EU before 15 May 1997.)

Fadogia Agrestis er eitt af þeim fjölmörgu hráefnum sem er að finna í Kraft Test Booster frá Ingling sem leiðir til þess að ekki er lengur heimilt að selja vöruna á þeim grundvelli að vörur sem hafa að geyma hráefni sem falla í flokk „nýfæði“ á lista Evrópusambandsins er óheimilt að dreifa og selja á Íslandi/EES.

Kraftur mun snúa aftur fljótlega án Fadogia Agrestis, frekari upplýsinga um nýja útgáfu af Kraft má vænta fljótlega. 

Vöruheiti: Kraftur, Test Boosterinn, 180 hylki. Fadogia Agrestis 60 hylki.

Framleiðandi: Ingling ehf. 

Framleiðsluland: Framleitt á Íslandi. 

Lotunúmer/best fyrir dagsetningar: Öll lotunúmer til 25. september 2025.

Geymsluskilyrði: Geymist á þurrum stað, varið gegn hita og ljósi, þar sem börn hvorki  ná eða sjá ekki til. 

Strikamerki: Kraftur Test Booster, strikamerki: 5694230714056 og Fadogia Agrestis strikamerki: 5964110092861

Vörurnar hafa verið seldar í fjölmörgum verslunum hér á landi og á sölusíðu Ingling.is. Umrædd innköllun á við um allar framleiðslulotur til dagsins 25. september 2025.

Þeir viðskiptavinir sem hafa verslað Kraft Test Booster og/eða Fadogia Agrestis er að sjálfsögðu heimilt að skila vörunni gegn fullri endurgreiðslu í þeirri verslun þar sem hún var keypt eða sett sig í samband við Ingling (ingling@ingling.is) í þeim efnum.

Ingling biður viðskiptavini sína innilega afsökunar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda en þess ber að geta að Fadogia er(var) eitt vinsælasta hráefni í heiminum þegar kemur að vörum sem eru framleiddar með því markmiði að auka náttúrulega framleiðslu á testósterón magni manneskjunar. 

Fyrir nánari upplýsingar um innköllun varanna er hægt að senda tölvupóst á netfangið  ingling@ingling.is 





Mosfellsbær

þann 26. September 2025