Fréttatilkynning
Fréttatilkynning frá Ingling ehf.
Efni: Innköllun á Kraft – Test Boosterinn framleitt af Ingling ehf.
Fyrirtækið Ingling ehf., Brúarfljót 2, 270 Mosfellsbæ, hefur innkallað vöruna Kraftur – Test Boosterinn, í samráði við Heilbrigðiseftirlit Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarnes.
Ástæða innköllunar er að varan inniheldur of hátt magn af svartpiparextrakti (95% Piperine) eða 5 mg í 6 hylkjum. Leyfilegt magn er samkvæmt áhættumati 1,75 mg.
• Vöruheiti: Kraftur, Test Boosterinn, 180 hylki.
• Framleiðandi: Ingling ehf. • Framleiðsluland: Framleitt á Íslandi.
• Lotunúmer/best fyrir dagsetningar: Alls tvær lotur, framleiðsludagur 30. apríl 2025 best fyrir 31. desember 2026 og framleiðsludagur 2. júní 2025 best fyrir 31. desember 2026.
• Geymsluskilyrði: Geymist á þurrum stað, varið gegn hita og ljósi, þar sem börn hvorki ná eða sjá ekki til.
• Strikamerki: 5694230714056
Vöruna hefur verið að finna í heilsuverslunum og á sölusíðu Ingling.is og eru 30.04.2025 og 02.06.2025 þær „Framleiðsludagsetningar“ sem líta ber til. Viðskiptavinir sem keypt hafa ofangreinda vöru eru beðnir um að neyta hennar ekki og farga eða skila henni í verslunina þar sem hún var keypt gegn fullri endurgreiðslu. Ingling biður viðskiptavini sína afsökunar á óþægindum sem þetta kann að valda. Fyrir nánari upplýsingar um innköllun varanna er hægt að senda tölvupóst á netfangið ingling@ingling.is
Mosfellsbær þann 4. júní 2025