Ingling - Markmiðið

Ingling stendur ekki fyrir hugtakið ,,self improvement” heldur sjálfsfórn, aðeins með fórn, á hegðun, á þægindum, á þér. Getur þú endurfæðst sterkari líkt og fönix, þannig kemur fram sannur vöxtur. Ingwaz rúnin sem er á logoinu ásamt annarri, táknar þetta. Eitt þarf að deyja svo að eitthvað nýtt, þróaðara getur brotist fram. Líkt og stórt tré að falla og undir fyrrum skugga vaxa ný, sem ekki gátu áður.

Líkt mörgum ykkar ólst ég upp lesandi Íslendingasögunnar en lengra fór ég og las allar vestrænnu klassíkarinnar á mínum þróunnar árum. Frá þessum þjóðsögum okkar öðlaðist ég heimsmynd af drengsskap, þori og lífsþrótti en þegar tíminn var kominn að líta upp úr hrjúfu bókarkápunni var enginn drengur í sýn aðeins flón og fífl. Drengskapur er í raun það sama og forn gríska hugtakið ,,Arete” enda bergmálar hugsjón og heimsmynd forn grikkja og víkinga (enda sami uppruni). Hugtakið Arete vísar til ágæti af hverjum toga. Sjáið skjáskotið tekið af af orðum og hugtökum skildum drengskapi hér fyrir neðan. (Tekið af ordanet.arnastofnun.is)



Í mörgum ykkar sé ég undirstöðuna fyrir drengsskap og hann fer vaxandi á hverjum einasta degi með erfiðari baráttum en enn fleiri liggja framundan. Er hægt að kenna drengsskap, já og nei. Hann byggist upp frá undirmeðvitund með reynslu, hægt er að horfa upp til mikilla manna og læra af þeim einnig, en farðu varlega ekki að breytast í fylgjenda. Með Ingling vil ég koma upp meiri drengsskap, orsökinn fyrir dvínanum er skýr fyrir mínum augum, hnignun líkamlega ástands vestrænna manns líkt og planta sem er að dvína. Með því að framkalla breytingu að innan, líkamlega getur hver sá einasti blómstrað að utan. 

Líkt og planta ef ÞÚ ert ekki að vaxa, ert þú að deyja. Of mikill stjórnlaus vöxtur er líka slæmur, hann kallast krabbamein. Beisla verður vöxtinn eins og hest en hesturinn verður líka einnig að vera til staðar. Hve máttugur vöxturinn á þér er endurspeglar hve erfitt er að stjórna honum, Kind eða Tígrisdýr. Tígrisdýrið er í raun aldrei hægt að temja en þú getur með litlum kippum stýrt ferð þess með beislinu. En ef þú notar of mikla orku í beislun munt þú þreyttast.Tígrisdýrið við fyrsta tækifæri mun fleygja þér af og éta þig. Veldu þína leið.

Svo ertu tilbúinn að grípa þín örlög í þínar hendur og verða þinn eigin meistari. Veistu ekki hvar þú átt að byrja? Byrjaðu með Ingling.

-Óður